Tónskóli Björgvins Þ. Valdimarssonar
Innritun:
Tónskóli Björgvins fer nú að hefja starfsemi sína og mun hann starfa innan Hamraskóla og einnig í Salhömrum 9, en þar fer fram kennsla nemenda sem eru ekki í Hamraskóla. Þeir nemendur sem eru nú þegar búnir að sækja um nám í Tónskólanum veturinn 2022-2023 fá sent bréf með upplýsingum vegna innritunar í kringum 20. ágúst. Kennsla í Tónskólanum hefst miðvikudaginn 31. ágúst samkvæmt stundaskrá.
Umsóknir vegna nýrra nemenda berist á netfangið: bjorgvin1956@gmail.com
Tónskóli Björgvins er sjálfstætt starfandi tónlistarskóli sem var stofnaður haustið 1997 og var aðsetur hans til að byrja með í Stóragerði 5 í Reykjavík. Þar starfaði hann til ársins 2007 en þá um haustið fluttist starfsemi hans í Grafarvog.
Tónskóli Björgvins – ýmsar upplýsingar
Boðið er upp á hálft nám (1×25 mínútur á viku) eða heilt nám (2×25 mínútur á viku).
Engir tónfræðitímar eru í boði fyrir nemendur, heldur er tónfræði, tónheyrn og hljómfræðikennsla fléttuð inn í hljóðfæranámið.
Lögð er áhersla á að kenna nótnalestur og byggja upp tæknilega getu nemandans á markvissan hátt og einnig að kenna nemandanum að lesa hljómabókstafi og vinna með þá.
Hvert atriði er tekið fyrir í smáum skrefum, eins og nótnaheiti, nótnagildi, þagnagildi og hrynur.
Nemendur koma fram á fernum tónleikum yfir veturinn þar sem þeir spila fyrir aðstandendur og aðra gesti. Einu prófin sem tekin eru við skólann eru stigspróf.
Tónskóli Björgvins er með aðild að Frístundakortinu.