Myndbönd

Ég vil hvetja nemendur og kennara að senda mér myndbandsupptökur (línkinn) með lögum úr bókunum mínum í gegnum hnappinn „Hafa samband“ og ég mun síðan birta upptökurnar hér á þessari síðu. Látið nafn flytjanda og heiti lags fylgja með.

Myndbönd

Sæll Björgvin og til hamingju með nýju útgáfurnar þínar. Við erum byrjuð að kenna þær hér á Skagaströnd og hlökkum til að prófa öll nýju lögin. Ég læt fylgja með slóð á eitt myndband af lítilli stelpu, Sóleyju Sif sem er 6 ára á myndbandinu og ELSKAR bækurnar þínar. Hún er búin að spila 1. heftið, dægurlaga- og jólalagabækurnar sundur og saman og er komin vel á veg með 2. heftið. Þarna spilar hún Gítarpolka sem ég sé að hefur reyndar fallið út í nýju útgáfunni. Við einfölduðum það örlítið þar sem litlir fingur ná ekki alveg ennþá á hljómana. Ég á án efa eftir að senda þér fleiri myndbönd af börnunum hér.

Með bestu kveðju,
Hugrún Sif tónlistarkennari á Skagaströnd

Myndband: https://www.youtube.com/watch?v=hCX2sl6OTo8

Hér er piltur sem heitir Karl Ísak en hann er að læra í Tónlistarskóla Grafarvogs. Hann er að spila lagið Sonur nautabanans sem er eitt af þessum mörgu nýju lög sem er í nýju útgáfunni af Píanó-leikur 2. hefti.

Myndband: https://www.facebook.com/video.php?v=10205475850882177

Hér spilar Sigrún María, 7 ára nemandi á öðru ári í Tónlistarskóla Grafarvogs, lagið Mýflugan í Píanóleik 1

Myndband: https://www.facebook.com/video.php?v=10205488745644538