Píanó-leikur eldri nem.

 

 

 

 

        Píanókennslubók fyrir eldri nemendur

(10-14 ára og eldri)

 

Þessi bók er hugsuð sem kennslubók í píanóleik fyrir eldri nemendur, t.d. 10-14 ára og eldri. Bókin er byggð þannig upp að kenndar eru fyrstu fimm nóturnar í báðum höndum, fyrst í C-dúr síðan í F-dúr og að lokum í G-dúr. Lögð er áhersla á að kenna nótnalestur og hljómalestur jöfnum höndum og byggja upp tæknilega getu hjá nemandanum á markvissan hátt. Í nótnakennslunni er hvert atriði tekið fyrir í smáum skrefum, eins og nótnaheiti, nótnagildi, þagnargildi og hrynur. Í hljómakennslunni er nemandanum kenndir hljómar, uppbygging þeirra og að lesa hljómatákn. Einnig er kennt hvernig hægt er að búa til mismunandi undirspil við laglínur úr hljómunum.

Í bókinni má finna þekkt lög í bland við ný, sem eru í ýmsum stíltegundum. Ýmis verkefni eru í bókinni sem tengjast lögunum.

Að læra á hljóðfæri er langhlaup. Það er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingatímann vel og æfa sig reglulega. Best er að æfa sig oft, en stutt í einu til að byrja með.

Heimasíða bókarinnar er pianonam.is en þar er hægt að hlusta á lögin, finna upplýsingar hvar hægt er að kaupa bókina og ýmislegt fleira.