Ný útgáfa! – 15. ágúst 2022
Út eru komnar tvær nýjar píanóbækur ætlaðar byrjendum.
Þær heita Píanó popp fyrir byrjendur 1. hefti og Píanó popp fyrir byrjendur 2. hefti.
Meðal laga í bókinni Píanó popp fyrir byrjendur 1. hefti eru: 17. júní, Ég heyri svo vel, Fiskurinn hennar Stínu, Komdu niður, Lagið um það sem er bannað, Komdu nú með inn í álfanna heim, Maístjarnan, Seinna meir, Þúsund sinnum segðu já og Ömmubæn. Alls eru 37 lög í bókinni.
Lögin eru ýmist útsett fyrir fjórar hendur (fjórhent) eða tvær hendur (sóló).
Meðal laga í bókinni Píanó popp fyrir byrjendur 2. hefti eru: Draumaprinsinn, Ég er kominn heim, Ég lifi í voninni, Ég er frjáls, Góða ferð, Hjálpaðu mér upp, Í sól og sumaryl, Rangur maður, Síðan hittumst við aftur, Snert hörpu mína, Svarthvíta hetjan mín og Þannig týnist tíminn. Alls eru 28 lög í bókinni.
Öll lögin eru útsett fyrir tvær hendur (sóló).
Bækurnar fást á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík og nágreni: Tónastöðin, Hljóðfærahúsið, Bókabúð Grafarvogs, Penninn – Eymundsson Smáralind, Penninn Eymundsson Hafnarfirði og Penninn – Eymundsson Reykjanesbæ.
Vestuland – Vestfirðir: Penninn – Eymundsson Akranesi og Penninn – Eymundsson Ísafirði.
Norðurland: Penninn – Eymundsson Akureyri, Tónabúðin Akureyri og Skagfirðingabúð Sauðárkróki
Austurland: Tónspil Neskaupsstað og Vaskur Egilsstöðum
Suðurland: Sunnlenska bókakaffið Selfossi og Penninn – Eymundsson Vestmannaeyjum.
Jólalög fyrir píanó 1. , 2. og 3. hefti
Ný útgáfa! Fyrsta útgáfa bókanna Jólalög 1.- 2. og 3. hefti kom út árið 1995. Nú er ég búinn að endurskoða bækurnar og hafa þær tekið mjög miklum breytingum, sérstaklega 2. og 3. heftið. Ég hef fellt út eldri lög og sett önnur ný í staðinn. Einnig hef ég endurskoðað útsetningar eldri laga.
Meðal nýrra jólalaga í bókunum má nefna:
Dansaðu vindur, Snjókorn falla, Jólaklukkur kalla, Jólagleði, Jólahjól, Jólin eru að koma, Nei, nei, ekki um jólin, Eitt lítið jólalag, Hin fyrstu jól, Jólasnjór og Það snjóar. Einnig má geta þess að í 3. heftinu eru tvö hátíðarlög en það eru lögin Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Vetrarsól eftir Gunnar Þórðarson.
Á heimasíðunni undir flipanum „Sölustaðir“ er listi yfir þær búðir þar sem hægt er að kaupa bækurnar. Einnig er hægt að hlusta á lögin úr bókunum undir flipanum „Jólabækur“ hér á heimasíðunni.
Tvær nýjar píanóbækur
Út eru komnar tvær nýjar píanóbækur frá Nótnaútgáfu B.Þ.V. – Þær heita Píanó popp I og Píanó-leikur fyrir eldri nemendur 1. hefti. Bækurnar eru eftir Björgvin Þ. Valdimarsson.
Í bókinni Píanó popp I eru 23 lög, 17 þeirra eru eftir íslenska höfunda en 6 lög eftir erlenda höfunda. Útsetningarnar eru aðgengilegar og fjölbreytilegar en þær eru miðaðar við að píanónemendur í 3. og 4. stigi ráði vel við að spila þær.
Í bókinni eru eftirfarandi lög: Ég á líf, Dýrið gengur laust, Sönn ást, I Have a Dream, Við gengum tvö, My Heart Will Go On, Frostrósir, Hudson Bay, Í síðasta skipti, La Bamba, Landið fýkur burt, Þorparinn, Endurfundir, House of the Rising Sun, Líttu sérhvert sólarlag, Comptine d´un autre été, Lítill drengur, Vikivaki, Hjá þér, Stingum af, Er hann birtist, Riddari götunnar og Heyr mína bæn.
Heimasíða bókarinnar er pianonam.is en þar er að finna hljóðupptökur af öllum lögunum í bókinni. Einnig eru upplýsingar hvar hægt er að kaupa bókina.
Píanó-leikur fyrir eldri nemendur er hugsuð sem kennslubók í píanóleik fyrir 14 ára og eldri. Bókin er byggð þannig upp að kenndar eru fyrstu fimm nóturnar í báðum höndum, fyrst í C-dúr síðan í F-dúr og að lokum í G-dúr. Lögð er áhersla á að kenna nótnalestur og hljómalestur jöfnum höndum og byggja upp tæknilega getu hjá nemandanum á markvissan hátt. Meðal annars er kennt hvernig hægt er að búa til mismunandi undirspil við laglínur úr hljómunum.
Heimasíða bókarinnar er pianonam.is en þar er hægt að hlusta á lögin og heyra undirspilin sem eru með sumum lögunum. Einnig eru upplýsingar hvar hægt er að kaupa bókina.
Nótnabækur
Íslenskar píanókennslubækur

Ný útgáfa – Píanó-leikur 3. hefti
Út er komin ný útgáfa af Píanó-leik 3. hefti. Hægt er að hlusta á lögin hér á heimasíðunni undir flipanum Nótnabækur – Píanó-leikur 3. hefti – hljóð. Einnig eru hér á heimasíðunni upplýsingar um það hvar bókin fæst. Píanó-leikur 1. – 2. og 3. hefti eru kennslubækur fyrir byrjendur í píanóleik. Ef vel gengur mun Píanó-leikur 4. hefti koma út næsta haust (2016).
Nýjar og endurbættar útgáfur!
Tonastodin.is – Helsta nótnaverslun landsins
Þetta er í þriðja skiptið sem ég endurskoða píanókennslubækurnar mínar Píanó-leikur 1. hefti og Píanó-leikur 2. hefti. Eins og þeir sjá sem kennt hafa fyrri útgáfur, þá hafa þær báðar tekið töluvert miklum breytingum. Mestu breytingarnar í Píanó-leik 1. hefti eru í seinni hluta bókarinnar, en þar hef ég sett inn mikið af nýjum lögum í ýmsum stíltegundum. Píanó-leikur 2. hefti hefur tekið mun meiri breytingum og það má segja, að nánast sé um nýja bók að ræða. Nýja útgáfan fer ekki eins hratt yfir og sú eldri og fjölbreytileiki laganna hvað stíltegundir varðar er mun meiri eins og t.d. blús, rokk, boogie og popp.
Píanó-leikur 1. hefti er byrjendabók fyrir nemendur sem eru að hefja nám í píanóleik. Markmið bókarinnar er að kenna nótnalestur og byggja upp tæknilega getu hjá nemandanum á markvissan hátt, svo hann geti spilað tónlist sér og öðrum til ánægju. Píanó-leikur 2. hefti er framhaldsbók. Ný útgáfa af Píanó-leik 3. hefti mun svo koma út næsta haust (2015).
Í nótnakennslunni er hvert atriði tekið fyrir í smáum skrefum, eins og nótnaheiti, nótnagildi, þagnagildi og hrynur. Í bókunum má finna þekkt lög í bland við ný. Ýmis verkefni eru í bókunum sem tengjast lögunum og einnig er nemandanum kennt að lesa hljómabókstafi og vinna með þá.
Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda hjá kennurum og nemendum um allt land. Til gamans má geta þess að færeyskir tónlistarkennarar hafa notað þær fyrir nemendur sína hin síðari ár.
Með von um að nýju útgáfum bókanna verði vel tekið og þær komi að góðum notum fyrir nemendur og kennara.
Björgvin Þ. Valdimarsson höfundur bókanna.