Píanó-leikur

 

 

Píanókennslubækur eftir Björgvin Þ. Valdimarsson

 

Bækurnar sem þú sérð hér fyrir neðan eru allar úr bókaflokknum „Píanó-leikur“ sem er hugsaður sem kennslubækur fyrir byrjendur í píanóleik. Í flipunum hér til hliðar eru viðbótar upplýsingar og hljóðupptökur úr fyrstu tveimur bókunum. Með því að smella á play-takkann þá getur þú heyrt hvernig lögin í bókunum hljóma. Einnig er þetta hugsað sem stuðningur við nemandann.

 

Grunnbækur í píanóleik

 

Píanó-leikur 1. hefti  –  Ný útgáfa!

Forsíða - Píanó-leikur I - H

Fyrsta útgáfa bókarinnar komu út árið 1988. Þetta er í þriðja skiptið sem ég endurskoða bókina. Eins og þeir sjá sem notað hafa fyrri útgáfur bókarinnar, þá hefur þessi nýja útgáfa tekið töluvert miklum breytingum þá sérstaklega seinni hluti bókarinnar. Ég hef fellt út eldri lög og sett önnur ný í staðinn. Fjölbreytileiki laganna hvað stíltegundir varðar er meiri og einnig hafa verkefni tekið breytingum. Markmið bókarinnar er að kenna nótnalestur og byggja upp tæknilega getu nemandans á markvissan hátt, svo hann geti spilað tónlist sér og öðrum til ánægju. Í nótnakennslunni er hvert atriði tekið fyrir í smáum skrefum, eins og nótnaheiti, nótnagildi, þagnagildi og hrynur. Í bókinni má finna þekkt lög í bland við ný og eru þau í ýmsum stíltegundum eins og t.d. blús, boogie, ragtime og popp. Ýmis verkefni eru í bókinni sem tengjast lögunum og einnig er nemandanum kennt að lesa hljómabókstafi og vinna með þá.

 

Píanó-leikur 2. hefti  –  Ný útgáfa!

Forsíða - Píanó-leikur II - Blá

Fyrsta útgáfa bókarinnar komu út árið 1990. Þetta er í þriðja skiptið sem ég endurskoða bókina. Bókin hefur tekið mjög miklum breytingum og má segja að nánast sé um nýja bók að ræða. Ég hef fellt út mikið af eldri lögum og sett önnur ný í staðinn. Fjölbreytileiki laganna hvað stíltegundir varðar er meiri og einnig hafa verkefni tekið breytingum. Markmið bókarinnar er að kenna nótnalestur og byggja upp tæknilega getu nemandans á markvissan hátt, svo hann geti spilað tónlist sér og öðrum til ánægju. Í nótnakennslunni er hvert atriði tekið fyrir í smáum skrefum, eins og nótnaheiti, nótnagildi, þagnagildi og hrynur. Í bókinni má finna þekkt lög í bland við ný og eru þau í ýmsum stíltegundum eins og t.d. blús, boogie, ragtime og popp. Ýmis verkefni eru í bókinni sem tengjast lögunum og einnig er nemandanum kennt að lesa hljómabókstafi og vinna með þá.

 

Píanó-leikur 3. hefti  –  Athugið! Ný útgáfa kemur út næsta haust (2015)

728012 Pianoleikur 3. hefti

Píanó-leikur 3. hefti er þriðja og síðasta grunnbókin í bókaflokknum „Píanó-leikur“ sem er ætlaður byrjendum í píanóleik. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom út árið 1999. Ég er að vinna að því endurskoða bókina og er sú vinna komin það langt að ég mun gefa út endurbætta útgáfu næsta haust (2015).

 

Viðbótarbækur úr bókaflokknum Píanó-leikur

Jólalög 1. hefti

B!

Þessi jólalagabók er sú fyrsta af þremur. Í bókinni eru íslensk og erlend jólalög í einföldum og aðgengilegum útsetningum ætlaðar byrjendum í píanóleik. Lögin eru valin með íslensk börn í huga, þ.e.a.s. lög sem mikið eru leikin og sungin á jólatrésskemmtunum og í heimahúsum um jólin. Í bókinni eru öll lögin útsett fyrir fjórar hendur.

 

Jólalög 2. hefti

b2

Þessi jólalagabók er önnur af þremur. Lögin í þessari bók eru mörg þau sömu og eru í fyrstu bókinni, en eru nú í öðruvísi útsetningum. Í fyrstu bókinni eru lögin útsett fyrir fjórar hendur en í þessari bók eru þau útsett fyrir tvær hendur (einleik). Þar af leiðandi er krafist meiri kunnáttu af nemandanum. Þó eru útsetningarnar ekki erfiðari en svo, að nemendur á öðru ári í námi eiga að geta valdið þeim með góðu móti.

 

Jólalög 3. hefti

b3

Þessi jólalagabók er sú síðasta af þremur. Í bókinni er blanda af eldri og nýrri lögum sem hafa náð að festa sig í sessi. Útsetningarnar eru einfaldar og aðgengilegar og eru miðaðar við að nemendur á þriðja og fjórða ári valdi þeim mið góðu móti.

 

Viðbótarbækur úr bókaflokknum Píanó-leikur

Dægurlög 1. hefti

728013 Daegurlog 1. hefti

Í nútíma þjóðfélagi er dægurtónlist orðin hluti af hinu daglega lífi manna og þá kannski sérstaklega barna og unglinga. Flest okkar eiga sér ákveðin uppáhaldslög, sem tengjast of skemmtilegum minningum frá liðnum tíma. Öll lögin eru útsett fyrir fjórar hendur. Laglínan er í fyrstu rödd sem skiptist oft á tíðum á milli handanna, þannig að nemandi á fyrsta ári í námi getur spilað hana með góðu móti. Undirleikurinn (önnur rödd) er í flestum tilfellum það einfaldur að nemendur á öðru og þriðja ári í námi eiga að geta leikið hann. Það er ákaflega þroskandi bæði tónlistarlega og félagslega að leika fjórhent á píanó og vil ég leyfa mér að hvetja alla til að gera það.

 

Dægurlög 2. hefti

728014 Daegurlög 2. hefti

Í bókinni eru íslenkar og erlendar dægurperlur sem ég hef útsett á einfaldan og aðgengilegan hátt. Öll lögin eru útsett fyrir tvær hendur (einleik). Útsetningarnar eru miðaðar við að nemendur á þriðja og fjórða ári í námi geti leikið þær með góðu móti.

 

Viðbótarbækur úr bókaflokknum Píanó-leikur

Að spila á píanó eftir eyranu 1. hefti

728015 Ad spila eftir eyranu 1. hefti

Í bókinni er kennd ákveðin aðferð sem þjálfar nemandann smátt og smátt í að „pikka upp“ lög og hljóma og búa til undirspil við þekkt lög. Meðal annars er nemandanum kennt að lesa hljómabókstafi og að vinna með þá.

 

Að spila á píanó eftir eyranu 2. hefti

728016 Ad spila eftir eyranu 2. hefti

Í bókinni er kennd ákveðin aðferð sem þjálfar nemandann smátt og smátt í að „pikka upp“ lög og hljóma og búa til undirspil við þekkt lög. Meðal annars er nemandanum kennt að lesa hljómabókstafi og að vinna með þá.