Fréttir

Tvær nýjar píanóbækur

Út eru komnar tvær nýjar píanóbækur frá Nótnaútgáfu B.Þ.V. – Þær heita Píanó popp I og Píanó-leikur fyrir eldri nemendur 1. hefti. Bækurnar eru eftir Björgvin Þ. Valdimarsson.

 

 

Ný bók – Píanóleikur 3. hefti

Út er komin ný útgáfa af Píanó-leik 3. hefti. Hægt er að hlusta á lögin hér á heimasíðunni, undir flipanum Nótnabækur – Píanó-leikur 3. hefti – hljóð. Einnig eru á heimasíðunni upplýsingar um það hvar bókin fæst.

Píanó-leikur 1. – 2. og 3. hefti eru kennslubækur fyrir byrjendur í píanóleik. Ef vel gengur þá mun Píanó-leikur 4. hefti koma út næsta haust (2016).

 

DSC_0002

DSC_0016

DSC_0010

 

Nýjar og endurbættar útgáfur!

 

Píanó-leikur 1. hefti

Fréttir

Fyrsta útgáfa bókarinnar komu út árið 1989. Þetta er í þriðja skiptið sem ég endurskoða bókina. Bókin hefur tekið mjög miklum breytingum og má segja að nánast sé um nýja bók að ræða. Ég hef fellt út mikið af eldri lög og sett önnur ný í staðinn. Fjölbreytileiki laganna hvað stíltegundir varðar er meiri og einnig hafa verkefni tekið breytingum. Markmið bókarinnar er að kenna nótnalestur og byggja upp tæknilega getu nemandans á markvissan hátt, svo hann geti spilað tónlist sér og öðrum til ánægju. Í nótnakennslunni er hvert atriði tekið fyrir í smáum skrefum, eins og nótnaheiti, nótnagildi, þagnagildi og hrynur. Í bókinni má finna þekkt lög í bland við ný og eru þau í ýmsum stíltegundum eins og t.d. blús, boogie, ragtime og popp. Ýmis verkefni eru í bókinni sem tengjast lögunum og einnig er nemandanum kennt að lesa hljómabókstafi og vinna með þá.

 

Píanó-leikur 2. hefti

Fréttir

Fyrsta útgáfa bókarinnar komu út árið 1990. Þetta er í þriðja skiptið sem ég endurskoða bókina. Bókin hefur tekið mjög miklum breytingum og má segja að nánast sé um nýja bók að ræða. Ég hef fellt út mikið af eldri lögum og sett önnur ný í staðinn. Fjölbreytileiki laganna hvað stíltegundir varðar er meiri og einnig hafa verkefni tekið breytingum. Markmið bókarinnar er að kenna nótnalestur og byggja upp tæknilega getu nemandans á markvissan hátt, svo hann geti spilað tónlist sér og öðrum til ánægju. Í nótnakennslunni er hvert atriði tekið fyrir í smáum skrefum, eins og nótnaheiti, nótnagildi, þagnagildi og hrynur. Í bókinni má finna þekkt lög í bland við ný og eru þau í ýmsum stíltegundum eins og t.d. blús, boogie, ragtime og popp. Ýmis verkefni eru í bókinni sem tengjast lögunum og einnig er nemandanum kennt að lesa hljómabókstafi og vinna með þá.

Færðu inn athugasemd